Nes fær 7 af 24 verðlaunum á Íslandsmóti í boccia
Síðastliðna helgi var haldið fyrsta Íslandsmót vetrarins hjá íþróttasambandi fatlaðra. Keppt var í boccia einstaklingskeppni og fór mótið fram á Ísafirði. Keppendur í mótinu voru 194. Keppt er í 6 deildum með 6 riðlum í hverri deild auk rennuflokks og u- flokks eldri borgara. Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum Nes fór með 30 keppendur á þetta þetta mót og var það fjölmennasti hópur keppenda frá einu félagi af þeim sem þátt tóku. Byrjað er að keppa í riðlakeppni. Þeir sem vinna riðilinn fara áfram í úrslit og færast sjálfkrafa upp um deild. Af 30 keppendum hjá Nes fóru 11 áfram í úrslit í 1. – 6. deild (36 keppendur fara í úrslit) og 7 þeirra fóru á verðlaunapall í 1., 2. og 3. sæti. Þeir sem unnu til verðlauna á mótinu voru: Í 1. deild – Helga Marín Kristjánsdótti í 3. sæti. Í 2. deild - Lára Ingimundardóttir í 2. sæti og Hafsteinn Eðvarðsson í 3. sæti. Í 4. deild – Sigríður Ásgeirsdóttir í 1. sæti (Íslandsmeistari) og Ragnar Ólafsson í 3. sæti. Í 5. deild – Vilhjálmur Þór Jónsson í 2. sæti. Í 6. deild – Óskar Ívarsson í 2. sæti. Í rennuflokki áttu Nesarar einn keppanda Ástvald Ragnar Bjarnason 9 ára Sandgerðing og varð hann í 4. sæti í sinni deild. Nes átti ekki keppendur í u- flokki Allir aðrir keppendur í rennuflokki voru vel yfir tvítugt og velgdi Ástvaldur Rgnar þeim öllum vel undir uggum í öllum leikjunum sem hann spilaði við þá. Allir keppendur stóðu sig frábærlega vel á mótinu og í ferðinni allri. Við hjá Nes viljum færa FS-ingunum Ingveldi, Guðrúnu, Bjarna, Írisi, Katrínu og Dagbjörtu sem fóru með í ferðina sem aðstoðarmenn sérstakar þakkir fyrir aðstoðina en þetta er hluti af þeirra námi í FS. Einnig viljum við þakka foreldrum Ástvalds Ragnars, Hafdísi og Bjarna, Ástu, Gauu og ekki má gleyma Ella bílstjóra. Þau eru frábær. Að lokum kjörorðið okkar sem er: Það snýst allt um viðhorf. Fyrir hönd Nes Gísli, Hafsteinn, Borgar og Anna Lea og Brói þjálfarar.