NEÐRI DEILDIR OG BIKARKEPPNIN
Njarðvíkingará sigurbrautNjarðvíkingar lögðu Víking frá Ólafsvík sl. fimmtudag og tryggðu Finnur Þórðarson (2) og Sævar Eyjólfsson heimamönnum 3-1 sigur. Njarðvíkingar voru mun sterkara liðið allan leikinn og aldrei spurning um hvort liðið bætti við sig 3 stigum.Þórarinn skoraði3 gegn ÞrótturumMaðurinn sem tryggði úrvalsdeildarliði Grindvíkinga áframhaldandi veru í efstu deild í síðasta leik síðustu leiktíðar, Þórarinn Ólafsson, lék með GG gegn Þrótti, Vogum, og skoraði 3 af 6 mörkum heimamanna í 6-2 sigri. Þróttarar sitja nú á botni riðilsins, stigalausir.Leikið í 3. deildinniÍ kvöld kl. 20 leika Reynir og GG í Sandgerði og á morgun á sama tíma mæta Þróttarar Njarðvíkingum í Vogunum.Víðir og Njarðvíkí 32 liða úrslitbikarsinsGarðbúar lögðu Fylki 23 með sjö mörkum gegn einu og Njarðvíkingar Víkinga frá Ólafsvík 2-0 með mörkum Bjarna Sæmundssonar og Gísla Þórs Þórarinssonar. Þróttur frá Vogum, Keflavík 23 og Grindavík 23 ára og yngri lágu öll. Skagamenn mæta á Njarðvíkurvöllinn og Framarar í GarðinnDregið var í 32 liða úrslitum Coca-Cola bikarkeppni KSÍ sl. þriðjudag en 4 Suðurnesjalið voru í pottinum. Svo skemmtilega vill til að þessi 4 lið keppa aðeins gegn 2 liðum, ÍA og Fram. Víðismenn frá Framara í heimsókn og Njarðvíkingar Skagamenn á meðan Grindvíkingar leika gegn Fram 23 og Keflvíkingar gegn ÍA 23 á útivelli. Leikirnir fara fram dagana 15-16. júní nk. og hefjast allir kl. 20.Fylkismenn í heimsóknVíðismenn mæta Ólafi Þórðarsyni og Árbæingum á morgun kl. 20 í Garðinum. Víðismenn eru efstir í 1. deildinni en Fylkir er í 4. sæti.