Neðarlega á Norðurlandamótinu
Norðurlandamót yngri liða í körfubolta var haldið í ár í Finnlandi þar sem U16 og U18 karla og kvennaliðin kepptu fyrir hönd Íslands. Lið Íslands, Noregs, Finnlands, Eistlands, Svíþjóðar og Danmörku kepptu á mótinu. Við getum verið stolt af okkar fólki, þau lögðu sig öll fram og gerðu sitt besta.
Í liðum U18 karla og kvenna og U16 kvenna eru margir leikmenn frá Suðurnesjunum. U18 stelpurnar enduðu í fjórða sæti eftir 2 sigra og 3 töp, U18 strákarnir í fimmta sæti eftir einn sigur og 4 töp og U16 stelpurnar í 5 sæti eftir einn sigur og 4 töp.
U16 lið karla sem hefur hinsvegar enga leikmenn frá Suðurnesjum lenti í öðru sæti eftir 4 sigra og 1 tap.
Til að sjá hvernig leikirnir fóru er hægt að skoða það hérna: https://www.basket.fi/basketball-finland/national_teams/nordic-championship-2018/
Allar landsliðsstelpurnar frá Keflavík í U18 og U16