Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

NBA tilþrif hjá Jóni Hafsteinssyni
Mánudagur 18. febrúar 2008 kl. 11:14

NBA tilþrif hjá Jóni Hafsteinssyni

Keflvíkingar höfðu góðan sigur á Stjörnunni í Iceland Express deild karla í gærkvöldi. Jón N. Hafsteinsson átti vafalítið tilþrif leiksins. Snemma í upphafi síðari hálfleiks meiddist Jón lítillega á öðrum fæti og fór á bekkinn. Hann kom svo grimmur inn þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta, brunaði upp völlinn og þrumaði tuðrunni í körfunna eins og sést á meðfylgjandi mynd.

 

Jón gerði 8 stig í leiknum í gær þegar Keflavík vann Stjörnuna 95-78. Með góðum endaspretti gerðu þeir út um vonir Stjörnunnar sem náði m.a. að minnka muninn niður í eitt stig í fjórða leikhluta.

 

Næsti leikur Keflavíkur í deildinni er gegn botnliði Hamars föstudaginn 29. febrúar í Hveragerði. Eftir leiki kvöldsins er komið bikarhlé í Iceland Express deild karla en Lýsingarbikarinn fer fram í Laugardalshöll á sunnudag.

 

VF-Myndir/ [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024