Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 12. júlí 2002 kl. 14:35

NBA-parket komið vel á veg

Lagning parkets í A-sal íþróttahússins við Sunnubraut í Keflavík er komin vel á veg. Búið er að leggja parket á um 3/4 hluta gólfsins og má búast við því að restin klárist á næstu dögum. Verkið hefur gengið ágætlega og er áætlað að það verði búið 15. ágúst n.k. en einnig verða veggir málaðir og nýtt loftræstikerfi sett upp. Einnig er fimleikagryfjan í B-salnum langt komin og því er því óhætt að segja að það séu spennandi tímar í nánd hjá íþróttafólki í Keflavík.
Magnús Þór Gunnarsson körfuboltakappi leit við í íþróttahúsinu og leist honum mjög vel á nýja parketið. Körfuboltamenn í Keflavík geta vart beðið eftir því að fá að byrja að sprikla í A-salnum en þeir æfa sem stendur í Heiðarskóla.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024