Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Naumur Stjörnusigur í Grindavík
Fimmtudagur 13. desember 2018 kl. 23:14

Naumur Stjörnusigur í Grindavík

Grindvíkingar eru í sjötta sæti Domino’s deildar karla í körfubolta eftir 92-99 tap gegn sterkum Stjörnumönnum á heimavelli í kvöld. Grindvíkingar voru með pálmann í höndunum í upphafi fjórða leikhluta en þá sýndu gestirnir styrk sinn. Stjarnan skoraði þá 28 stig gegn 17 frá Grindvíkingum og niðurstaðan svekkjandi tap fyrir heimamenn. Bamba var öflugur eins og að undanförnu hjá gulum eins sem Clinch og Ólafur Ólafsson voru sprækir.

Grindavík: Tiegbe Bamba 24/10 fráköst, Lewis Clinch Jr. 18/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 14/8 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 13/5 fráköst/6 stoðsendingar, Jordy Kuiper 12/4 fráköst, Johann Arni Olafsson 7, Hilmir Kristjánsson 2, Kristófer Breki Gylfason 2, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Hlynur Hreinsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024