Naumur sigur gegn San Marino
				
				Ísland vann nauman sigur á San Marino, 67:64, í körfuknattleikskeppni karla á Smáþjóðaleikunum á Möltu í dag. Staðan í hálfleik var 35:25, Íslandi í hag. Damon Johnson skoraði 23 stig, Helgi Magnússon 11 og Magnús Gunnarsson 9. Ísland er með 4 stig eftir tvo leiki og mætir Andorra í lokaleik riðlakeppninnar á morgun. Þetta kemur fram á mbl.is.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				