Naumur sigur gegn Hetti
Keflvíkingar eru ennþá á toppi Domino's deildarinnar eftir sigur á Hetti fyrir austan í gær. Keflvíkingar unnu nauman sigur eftir spennandi leik gegn botniliðinu. Munurinn var að lokum þrjú stig, 66:69 lokatölur, þar sem Earl Brown var stigahæstur gestanna með aðeins 14 stig. Leikurinn einkenndist af baráttu og góðum varnarleik.
Keflvíkingar eru á toppnum með 24 stig líkt og KR-ingar.