Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Naumur Njarðvíkursigur í Ljónagryfjunni
Mánudagur 31. janúar 2011 kl. 09:16

Naumur Njarðvíkursigur í Ljónagryfjunni



Stelpurnar í Njarðvík tóku á móti stöllum sínum úr Grindavík í Iceland Express deild kvenna í miður fallegum leik sem að einkenndist af mistökum á báða bóga. Grindarvíkurstúlkur byrjuðu betur og áttu tvær fyrstu körfurnar en það var svo á þriðju mínútu sem að Shayla skoraði fyrstu stig Njarðvíkurstúlkna.

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 16-15 heimastúlkum í vil. Í byrjun annars hluta kom svo Ína María með tvo þrista og virtust Njarðvíkurstúlkur ætla að ná að hrista Grindavíkurstúlkur af sér. En baráttuglaðar gular með Helgu Rut fremsta í flokki náðu alltaf að koma tilbaka og jafna.

Það var svo í seinni hálfleik sem að þær grænklæddu náðu mest 9 stiga mun og var það of mikið fyrir gestina þar sem að leikurinn endaði 70-65 heimastúlkum í vil í leik sem að einkenndist af alltof mörgum mistökum á báða bóga.

Hjá Grindavík átti Helga Rut mjög góðan leik og sýndi svo sannarlega klærnar, mjög skemmtilegur leikmaður hér á ferð, Berglind var einnig mjög sterk og er sannkallaður baráttujaxl. Agnija átti mjög góðan seinni hálfleik, en henni var haldið vel niðri í fyrri hálfleik af ungu stelpunum í Njarðvík þeim Ínu, Árnínu og Ernu.

Hjá Njarðvík áttu Dita, Julia og Shayla ágætisleik, Ína María góða spretti og Árnína Lena spilaði fína vörn og náði að stela 4 boltum og Emelía Ósk kom sterk inn.

Byrjunarlið Njarðvíkinga
Shayla, Dita, Julia, Árnína Lena, Ólöf Helga

Byrjunarlið Grindavíkur
Agnija, Berglind, Crystal,Yrsa Helga

www.karfan.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024