Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Naumur Njarðvíkursigur en Grindavík tapaði
Fimmtudagur 21. mars 2019 kl. 21:24

Naumur Njarðvíkursigur en Grindavík tapaði

Njarðvíkingar voru sterkari í blálokin í fyrsta leik 8-liða úrslitanna gegn ÍR í Domino’s deild karla í körfubolta. Lokatölur urðu 76-71 í mjög skemmtilegum og fjörugum leik þar sem Elvar Már Friðriksson skoraði þriggja stiga körfu þegar rúm mínúta var eftir og bætti svo við tveimur stigum úr vítum á síðustu sekúndunum og innsiglaði nauman sigur.

Njarðvíkingar leiddu með þremur stigum í hálfleik eftir sviptingar en gestirnir byrjuðu betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar náðu mest tíu stiga forskoti í þriðja leikhluta en ÍR-ingar komu til baka og jöfnuðu leika þegar 1.30 mín. voru eftir. En þá kom að þætti Elvar Más.

„Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur, alltaf gott að vinna fyrsta leikinn. Þeir skora sem þora,“ sagði Elvar Már í viðtali við Stöð 2 sport eftir leikinn en Benedikt Guðmundsson spurði hann hvað hann hefði verið að hugsa þegar hann skaut langt fyrir utan þriggja stiga línuna þegar rétt rúm mínúta var eftir.
Elvar Már skoraði mest hjá Njarðvík eða 16 stig, Logi Gunnarsson var með 15 og Maciek með 13. Sigurður Þorsteinsson átti stórleik hjá ÍR og skoraði 20 stig og tók 10 fráköst.

Njarðvík-ÍR 76-71 (13-17, 24-17, 21-22, 18-15)

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 16/6 fráköst/6 stoðsendingar, Logi  Gunnarsson 15, Maciek Stanislav Baginski 13, Jeb Ivey 12, Eric Katenda 10/8 fráköst, Mario Matasovic 9/8 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 1, Ólafur Helgi Jónsson 0/5 fráköst/4 varin skot, Veigar Páll Alexandersson 0, Garðar Gíslason 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0.

ÍR: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/10 fráköst, Kevin Capers 15, Gerald Robinson 14/8 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 8/5 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 6, Benoný Svanur Sigurðsson 0, Hafliði Jökull Jóhannesson 0, Ólafur Björn Gunnlaugsson 0, Sæþór Elmar Kristjánsson 0/5 fráköst, Hjalti Friðriksson 0, Trausti Eiríksson 0.


Grindvíkingar bitu frá sér gegn deildarmeisturum Stjörnunnar í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Lokatölur urðu 89-80 fyrir Stjörnuna en leikurinn var í járnum allan tímann. Staðan í leikhlé var 47-36 fyrir heimamenn en gestirnir sýndu klærnar í lokin þó það hafi ekki dugað.
Lewis Clinch Jr. var atkvæðamestur Grindvíkinga með 31 stig og Jordy Kuiper var með 19 stig. Næsti leikur verður í Grindavík á sunnudag.

Stjarnan-Grindavík 89-80 (24-18, 23-18, 22-30, 20-14)

Stjarnan: Brandon Rozzell 21/5 stoðsendingar, Antti Kanervo 19/5 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 12/8 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 11/9 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 9/4 fráköst, Collin Anthony Pryor 8/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Filip Kramer 4/4 fráköst, Ágúst Angantýsson 0, Dúi Þór Jónsson 0, Grímkell Orri Sigurþórsson 0, Magnús B. Guðmundsson 0.

Grindavík: Lewis Clinch Jr. 31/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jordy Kuiper 19/7 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 14/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 13/8 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 3, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Jóhann Dagur Bjarnason 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Johann Arni Olafsson 0.

Viðureign: 1-0

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

UMFN - ÍR // 21. mars 2019