Naumur Haukasigur gegn Grindavík
Grindavíkurkonur töpuðu naumlega gegn Íslandsmeisturum Hauka í Iceland Express deild kvenna í gær 82-81 þar sem Tamara Bowie fór á kostum fyrir Grindavík.
Bowie gerði 46 stig í leiknum, tók 14 fráköst, varði 6 skot og gaf 5 stoðsendingar. Hjá Haukum var Ifeoma Okonkwo með 33 stig og 14 fráköst.
Helena Sverrisdóttir reyndist hetja Hauka undir lok leiksins þegar brotið var á henni og hún skoraði úr skotinu og fékk víti að auki sem hún setti niður sem sigurstig leiksins.
Haukar eru nú á toppi deilarinnar með Keflavík en bæði lið hafa 18 stig en Grindavíkurkonur eru í 3. sæti deildarinnar með 12 stig.
Tölfræði leiksins
Bowie gerði 46 stig í leiknum, tók 14 fráköst, varði 6 skot og gaf 5 stoðsendingar. Hjá Haukum var Ifeoma Okonkwo með 33 stig og 14 fráköst.
Helena Sverrisdóttir reyndist hetja Hauka undir lok leiksins þegar brotið var á henni og hún skoraði úr skotinu og fékk víti að auki sem hún setti niður sem sigurstig leiksins.
Haukar eru nú á toppi deilarinnar með Keflavík en bæði lið hafa 18 stig en Grindavíkurkonur eru í 3. sæti deildarinnar með 12 stig.
Tölfræði leiksins