Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Naumt tap Njarðvíkur gegn Íslandsmeisturunum
Fimmtudagur 4. janúar 2018 kl. 21:33

Naumt tap Njarðvíkur gegn Íslandsmeisturunum

Njarðvík tók á móti Íslandsmeisturum KR í Domino’s deild karla í körfu en í kvöld fóru fyrstu leikir ársins í umferðinni fram, leikurinn endaði með naumu tapi Njarðvíkinga 69-73. Leikurinn var nokkuð jafn framan af og í hálfleik stóðu leikar 37-40 og voru liðin frekar jöfn að stigum allan leikinn.

Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru Terrell Vinson með 30 stig og 14 fráköst, Maciek Stanislav Baginski með 12 stig, Logi Gunnarsson með 12 stig og 5 stoðsendingar og Kristinn Pálsson með 5 stig og 7 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík tekur á móti Þór Þorlákshöfn mánudaginn 8. janúar nk. kl. 19:15.