Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Naumt tap Keflavíkur
Sunnudagur 7. janúar 2018 kl. 21:49

Naumt tap Keflavíkur

Keflavík tók á móti Þór Ak. í Domino´s deild karla í körfu í kvöld og endaði leikurinn með óvæntu tapi Keflavíkur 98-100. Er þetta í annað sinn í vetur sem Keflavík tapar gegn Þór og er Keflavík í 5-7. sæti deildarinnar eftir tap kvöldsins. Leikurinn var jafn framan af og í hálfleik stóðu leikar 56-52 fyrir Keflavík en Þór náði forskoti í fjórða leikhluta sem þeir létu ekki frá sér þrátt fyrir harða baráttu liðs Keflavíkur.

Stigahæstu leikmenn í liði Keflavíkur voru Dominique Elliott með 29 stig og 11 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson með 18 stig, 6 fráköst og10 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson með 15 og 5 fráköst og Magnús Már Traustason með 11 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024