Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Naumt tap Keflavíkur
Föstudagur 15. desember 2017 kl. 10:03

Naumt tap Keflavíkur

Keflavík mætti ÍR í Breiðholtinu í gærkvöldi í Domino´s deild karla í körfu. Keflavík var með yfirhöndina í fyrsta leikhluta en ÍR komu grimmir inn í annan leikhlutann og voru  heimamenn yfir í hálfleik 41-39. Seinni hálfleikur var nokkuð jafn hjá liðnum og þegar fjórða leikhluta var lokið þurfti að grípa til framlengingar þar sem að liðin voru jöfn að stigum. Þar reyndist lið ÍR vera sterkari aðilinn og enduðu leikar 96-92. Keflavík er sem stendur í sjötta sæti Domino´s deilarinnar en síðasta umferðin fyrir áramót var leikin í gærkvöldi.

Stigahæstu leikmenn Kelfavíkur voru Stanley Earl Robinson með 23 og 14 fráköst, Guðmundur Jónsson með 15 stig og 4 fráköst, Ragnar Örn Bragason með12 stig og  Reggie Dupree með 12 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024