Naumt tap hjá UTPA á heimavelli
María Ben Erlingsdóttir og félgar í UTPA háskólaliðinu í Bandaríkjunum máttu sætta sig við ósigur á heimavelli í nótt 57-60 þegar Texas A&M-Corpus Christi kom í heimsókn.
María var ekki í byrjunarliðinu en gerði 2 stig í leiknum og tók 1 frákast á þeim 10 mínútum sem hún lék í leiknum.
Sigurkarfa leiksins kom þegar 46 sekúndur voru til leiksloka og náðu liðsmenn UTPA ekki að nýta sér þann tíma til að jafna metin. Þetta var annar tapleikur UTPA í röð.
Mynd: http://utpabroncs.cstv.com/sports/w-baskbl/txpa-w-baskbl-body.html