Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Naumt tap hjá Njarðvík
Þriðjudagur 27. september 2011 kl. 10:07

Naumt tap hjá Njarðvík

Hamars- stúlkur mættu í Ljónagryfjuna í Njarðvík í gærkvöld og fóru með eins stigs sigur af hólmi, 78-79, í spennuleik þar sem síðustu stig leiksins komu þegar um tvær mínútur voru til leiksloka. Sannarlega óvenjulegt í körfuknattleik. Stelpurnar okkar fengu nokkur galopin færi til að klára leikinn, en boltinn vildi einfaldlega ekki ofaní. Það var synd því þær spiluðu fína vörn í lokin og voru að stela mörgum boltum en náðu ekki eins og áður segir ekki að klára hraðaupphlaupin.

Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi og leiddu Hamars- stelpur með einu stigi eftir fyrsta leikhluta 25-26 og Njarðvík með slakan varnarleik. Njarðvík fór í gang í öðrum leikhluta og sigruðu hann 29-21 og því með sjö stiga foristu í hálfleik 54-47.

Hamar mætti mjög ákveðið til leiks í þriðja leikhluta og slógu okkar stelpur algjörlega út af laginu og sigruðu leikhlutann 7-22. Á meðan allt var að "detta" hjá blómastúlkunum, þá var fátt um fína drætti hjá heimakonum, þar sem ráðviltur sóknarleikur var aðalsmerki.

Þær grænu bitu svo í skjaldarrendur í fjórða leikhluta og komu sér inn í leikinn með frábærum varnarleik og ef nýtingin hefði verið betri síðustu tvær mínúturnar hefði sigurinn auðveldlega getað lent þeirra megin í kvöld. Svo var hinsvegar ekki og Hamarsstelpur sigruðu verðskuldað eins og áður segir 78-79.

Þær Lele og Shanae fóru fyrir Njarðvíkurstelpum og þá átti Dalla mjög góðan leik í sókn og vörn.

Njarðvíkurstelpúr hafa því lokið leik í Lengjubikarnum. Sigrað Val og Stjörnuna, en tapað fyrir Haukum og Hamar. Liðið hefur á köflum sýnt ágætisleik en á móti hafa komið alttof daprir kaflar. Það er eins og það vanti aðeins upp á baráttuna. Það er hlutur sem ætti að vera auðvelt að laga, því baráttan var aðalsmerki liðsins sl. vetur.

Stig Njarðvíkur: Lele Hardy 23/11 fráköst/6 stolnir, Shanae Baker 22, Dalla 14/5 fráköst, Ólöf Helga 8/4 fráköst, Petrúnella 5, Harpa Hallgríms 2/4 fráköst, Aníta Carter 2, Andrea Björt 2, Sara Dögg 0, Eyrún Líf 0, Emelía Ósk 0, Ásdís Vala 0.

Umfjöllun umfn.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024