Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Naumt tap Grindavíkur
Þriðjudagur 6. mars 2018 kl. 21:25

Naumt tap Grindavíkur

Grindavík mætti KR í 1. deild kvenna í körfu í kvöld í Mustad höllinni. Leikur kvöldsins var æsispennandi á köflum og náði Grindavík að halda í við KR sem er efst í deildinni og hefur unnið alla 24 leiki sína. Lokatölur leiksins voru 79-83 en munurinn á milli liðanna var á köflum tuttugu stig fyrir KR og sýndu leikmenn Grindavíkur seiglu og karakter í leik kvöldsins en Grindavík teflir fram afar ungu og efnilegu liði, Grindavík fær ekki langt leikjahlé í deildinni en liðið mætir Hamri annað kvöld.

Stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru ;Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 15 stig og 5 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 14 stig og 5 fráköst, Angela Björg Steingrímsdóttir 13 stig, Svanhvít Ósk Snorradóttir 11 stig, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 10 stig og 5 fráköst og Ólöf Rún Óladóttir 10 stig.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024