Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Íþróttir

Naumt tap Grindavíkur
Föstudagur 27. október 2017 kl. 22:48

Naumt tap Grindavíkur

Grindavík mætti Tindastól í Domino´s- deild karla í Mustad höllinni í Grindavík í kvöld. Leikurinn endaði með sigri Tindastóls og voru lokatölur leiksins 81-88. Leikurinn var nokkuð jafn framan af og var fjórði leikhluti æsispennandi þar sem að liðin skiptust á að taka forystuna. Tindastóll náði þó að stíga upp í lok leikhlutans og fóru heim á Krókinn með sigur.

Sigurður Ragnarsson fór út af í liði Grindavíkur með fimm villur og Ólafur Ólafsson var líka í villuvandræðum í leiknum. Stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru Rashad Whack með 22 stig, Dagur Kár með 15 stig og Ólafur Ólafsson með 14 stig.

Hér að neðan má sjá myndir úr leik kvöldsins.

Grindavík- Tindastóll

Dubliner
Dubliner