Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Naumt tap Grindavíkur
Föstudagur 27. október 2017 kl. 22:48

Naumt tap Grindavíkur

Grindavík mætti Tindastól í Domino´s- deild karla í Mustad höllinni í Grindavík í kvöld. Leikurinn endaði með sigri Tindastóls og voru lokatölur leiksins 81-88. Leikurinn var nokkuð jafn framan af og var fjórði leikhluti æsispennandi þar sem að liðin skiptust á að taka forystuna. Tindastóll náði þó að stíga upp í lok leikhlutans og fóru heim á Krókinn með sigur.

Sigurður Ragnarsson fór út af í liði Grindavíkur með fimm villur og Ólafur Ólafsson var líka í villuvandræðum í leiknum. Stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru Rashad Whack með 22 stig, Dagur Kár með 15 stig og Ólafur Ólafsson með 14 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér að neðan má sjá myndir úr leik kvöldsins.

Grindavík- Tindastóll