Naumt tap gegn ÍS
				
				Grindavíkurstúlkur töpuðu fyrir ÍS, 65-62, í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gær en staðan í hálfleik var 29-27 heimastúlkum í hag. Yvonne Shelton átti góðan leik fyrir gestina úr Grindavík og skoraði 20 stig og 8 fráköst. Þá var Stefanía Ásmundsdóttir einnig drjúg en hún skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst.Grindavík er sem stendur í 3. sæti með 16 stig, jafnmörg og Njarðvík sem er í 4. sæti.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				