Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Naumt tap fyrir norðan
Linli Tu með skot að marki en boltinn vildi ekki inn í gær. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 7. júní 2023 kl. 09:48

Naumt tap fyrir norðan

Keflavík og ÍBV skildu jöfn

Keflvíkingar tóku á móti ÍBV í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á HS Orkuvellinum í gær. Leikurinn var báðum liðum mjög mikilvægur en Keflavík situr í áttunda sæti deildarinnar og ÍBV í því níunda. þá féllu Grindvíkingar naumlega úr leik átta liða úrslitum í Mjólkurbikars karla í gær þegar KA hafði betur í viðureign liðanna á Akureyri. Leiknum lauk með 2:1 sigri heimamanna en Grindvíkingar voru nærri því að jafna leikinn í uppbótartíma þegar þeir áttu skalla að marki eftir hornspyrnu en boltinn fór beint í fangið á markverði KA.

Keflavík - ÍBV 0:0

Keflavík og ÍBV þurftu að sættast á skiptan hlut því ekkert mark leit dagsins ljós í leiknum þrátt fyrir fjölmörg tækifæri Keflavíkur. Caroline McCue Van Slambrouck sagði í viðtali við Víkurfréttir eftir leik að; „við fengum mörg færi en í dag hefðum við ekki getað keypt okkur mark fyrir allan peningininn í vasanum.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar naga sig væntanlega í handarbökin yfir því að hafa ekki fengið nema eitt stig út úr leiknum en Caroline var ánægt með baráttuna í leikmönnum og sér miklar framfararir hjá liðinu. Varnarleikur Keflavíkur hefur batnað mikið í síðustu leikjum en það vantar talsvert upp á að sóknarleikurinn sé í lagi. Keflavík hefur aðeins skorað fjögur mörk í fyrstu sjö umferðum Íslandsmótsins.

Fleiri myndir úr leiknum og viðtal við Caroline McCue Van Slambrouck er neðst á síðunni.


Aron Dagur átti góðan leik í marki Grindavíkur. Mynd úr safni Víkurfrétta/JPK

KA - Grindavík 2:1

Lengjudeildarlið Grindavíkur lét KA hafa fyrir sigrinum þegar liðið barðist fyrir sæti í undanúrslitum bikarsins. KA-menn byrjuðu talsvert betur og hefðu í raun getað gert út um leikinn í fyrri hálfleik en Aron Dagur Birnuson, markvörður Grindvíkinga, varði vel í nokkur skipti og hélt Grindavík inni í leiknum.

KA komst yfir með marki í blálok fyrri hálfleiks en Grindvíkingar létu það ekki slá sig út af laginu og mættu baráttuglaðir til leiks í þeim síðari. Marco Vardic skoraði glæsilegt mark á 68. mínútu og jafnaði leikinn.

KA gerði svo út um leikinn á 87. mínútu þegar þeir spiluðu sig í gegnum vörn Grindavíkur og skoruðu framhjá Aron Degi sem hefði mögulega átt að gera betur eftir að hafa verið frábær allan leikinn.

Keflavík - ÍBV (0:0) | Besta deild kvenna 6. júní 2023