Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Naumt tap í jöfnum leik
Melanie Claire Rendeiro lék vel og fékk sín færi í leiknum en inn vildi boltinn ekki. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 16. júní 2024 kl. 09:24

Naumt tap í jöfnum leik

Keflavík og FH áttust við í gær í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Leikið var á Kaplakrika í rjómablíðu og voru það heimakonur sem höfðu betur í jöfnum leik.

FH - Keflavík 1:0

Leikur FH og Keflavíkur var jafn og bæði lið sköpuðu sér nóg af færum en þegar upp var staðið var aðeins eitt mark skorað og það skoraði FH.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Melanie Claire Rendeiro lék vel og hefði á venjulegum degi sett alla vega eitt mark en markverðir beggja liða áttu góðan dag á milli stanganna og vörðu það sem hitti á rammann.

Eina markið kom eftir hornspyrnu FH sem Keflavík tókst ekki að hreinsa frá og eftir smá klafs náðu heimakonur skoti sem hafnaði í markinu (29').

Keflavík situr í áttunda sæti deildarinnar með sex stig eftir að hafa unnið tvo síðustu leiki fram að þessum. Fylkir og Þróttur eru í neðstu tveimur sætunum en þau eiga bæði að spila í dag og geta með sigrum komist upp fyrir Keflavík.