Natasha og Hólmar best hjá Keflavík
Upp og niður árangur í sumar
Keflvíkingar héldu lokahóf fyrir knattspyrnufólk sitt um helgina. Karla- og kvennaliðin áttu misjöfnu gengi að fagna í sumar, kvennaliðið fór glæsilega upp í efstu deild á meðan karlarnir kvöddu toppbaráttuna með eftirminnilegum hætti.
Hjá kvennaliðinu var Natasha Moraa Anasi kjörinn besti leikmaðurinn en Íris Una Þórðardóttir var efnilegust.
Karlamegin var það reynsluboltinn Hólmar Örn Rúnarsson sem var bestur þetta sumarið en Davíð Snær Jóhannsson var kjörinn efnilegastur.
Efnileg: Þau Davíð Snær Jóhannsson og Íris Una Þórðardóttir eru efnilegasta knattspyrnufólk Keflavíkur þetta tímabilið.