Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Nágrannaslagur í Sandgerði
Frá leik Víðis og Reynis fyrr í sumar þar sem að Sandgerðingar höfðu betur.
Föstudagur 4. september 2015 kl. 18:00

Nágrannaslagur í Sandgerði

Reynir tekur á móti Víði og þurfa öll stigin í toppbaráttunni

Reynir og Víðir munu mætast í sannkölluðum nágrannaslag í 3. deildinni á laugardaginn en leikið verður á K&G vellinum í Sandgerði. Reynismenn þurfa á öllum stigunum að halda en jafntefli gegn Kára í síðustu umferð hleypti Völsungum einu stigi upp fyrir Reyni og í 2. sætið en Völsungur lagði einmitt Víði að velli í Garðinum og stöðvaði þar með taplaust gengi Víðis frá því 2. júlí.

Víðismenn hafa þó tryggt sæti sitt í deildinni með frammistöðu sinni að undanförnu en munu þó ekki hafa nokkra lyst á því að gera Sandgerðingum neinn greiða, svo von er á hörkuleik. Gengi liðsins hefur verið svart og hvítt í sumar. Þið byrjið mjög illa en snúið taflinu við í júlí og hafið átt blússandi gott mót eftir það. Hafa erlendir leikmenn sem þið sækið í glugganum haft allt með þennan viðsnúning að gera eða spila fleiri þættir inní?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Það er verulega góð tilfinning að vera búnir að tryggja okkar sæti og gerir okkur pressulausa fyrir leikinn. Þrátt fyrir það verður ekkert erfitt fyrir okkur að gíra okkur upp í þennan leik, það er ekkert rosalegur kærleikur á milli félaganna.“ -sagði Árni Þór Ármannsson, spilandi aðstoðarþjálfari Víðis og kvaðst spenntur fyrir leik helgarinnar:

„Við töpuðum fyrir þeim 0-1 á heimavelli og viljum svara fyrir það. Þeir hafa staðið sig vel í sumar, eru með góða blöndu af ungum strákum og svo reynsluboltum og hafa til að mynda ekki tapað nema einum leik á heimavelli í sumar. Við ætlum að breyta því. Það er vonandi að sem flestir sjái sér fært um að mæta á leikinn því ég býst við hörkuleik.

Þið byrjið mjög illa en snúið taflinu við í júlí og hafið átt blússandi gott mót eftir það. Hafa erlendir leikmenn sem þið sækið í glugganum haft allt með þennan viðsnúning að gera eða spila fleiri þættir inní?

„Þeir hafa óneitanlega haft mjög góð áhrif á hópinn okkar í heild og komið með ákveðin gæði í okkar spil sem okkur vantaði í byrjun. Gengi liðsins var samt sem áður á uppleið að mínu mati áður en þeir komu til liðsins og komu þeir með auka kraft inn sem okkur vantaði. Það eru samt fleiri þættir sem spila inn í eins og hugarfar allra leikmanna okkar bæði á meðan illa gengur og svo núna upp á síðkastið þegar vel hefur gengið að það hefur verið frábært allan tímann og eiga strákarnir og þeir sem eru í kringum félagið mikið hrós skilið fyrir það . Þegar hugarfarið er rétt og menn eru samstíga þarf oft lítið til að hlutirnir fari að detta stöngina inn í staðinn fyrir stöngin út.“

Leikur Reynis og Víðismanna verður flautaður á kl. 14 á laugardag á K&G vellinum í Sandgerði.