Nágrannaslagur í Röstinni í kvöld
Í kvöld fer fram heil umferð í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik. Suðurnesjaslagur verður í Röstinni í kvöld..
Í kvöld fer fram heil umferð í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik. Suðurnesjaslagur verður í Röstinni í kvöld þegar heimakonur í Grindavík taka á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur. Grindavík hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa en Njarðvík er með einn sigur í tveimur leikjum.
Keflavík hefur farið vel af stað í vetur og unnið báða leiki sína til þessa á tímabilinu og rótburstaði Grindavík í síðasta leik. Stórleikur er í kvöld þegar Keflavík fer í heimsókn í Vesturbæinn og leikur gegn KR. Allir leiknir í 3. umferð hefjast kl. 19:15 í kvöld.