Nágrannaslagur í kvöld
Í kvöld verður nágrannaslagur í 2. deild karla í knattspyrnu þegar Víðir tekur á móti Reyni Sandgerði. Leikurinn hefst kl. 19 á Garðsvelli og má búast við fjörugum leik eins og venjulega þegar þessi lið mætast.
Tólf lið leika í deildinni og eru Reynismenn í sjöunda sæti með 18 stig eftir 14 leiki. Þeir hafa unnið fimm leiki, gert jafntefli í þremur og tapað sex leikjum.
Víðir er í tíunda sæti deildarinnar með 12 stig eftir 13 leiki. Þeir hafa unnið fjóra leiki og tapað níu.
Grindavík tekur í kvöld á móti Aftureldingu í Pepsi deild kvenna og hefst leikurinn kl. 19:15. Grindavík er eina Suðurnesjaliðið í deildinni og situr í áttunda sætinu með 11 stig eftir 12 leiki. Afturelding er einu sæti ofar með 13 stig en alls leika tíu lið í deildinni.