Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 22. janúar 2003 kl. 09:47

Nágrannaslagur í kvennakörfunni í kvöld

Það verður sannkallaður nágrannaslagur í kvöld þegar að Njarðvíkingar taka á móti Keflvíkingum í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Búast má við skemmtilegum leik eins og vaninn er þegar þessi lið mætast. Keflavíkurstúlkur hafa leikið frábærlega í vetur og ekki enn tapað leik. Þær eru í efsta sæti deildarinnar með 24 stig en Njarðvíkurstúlkur eru í 4. sæti með 12 stig.Leikurinn hefst kl. 20.00 og eru stuðningsmenn liðanna hvattir til að mæta á leikinn og styðja sitt lið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024