Nágrannaslagur í kvennaboltanum í kvöld
Grindavík tekur í kvöld á móti Keflavík í sjöttu umferð Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik. Viðureignin hefst kl. 19:15 í Röstinni.
Miðað við stöðuna í deildinni verða Keflavíkurkonur að teljast sigurstranglegri en vitaskuld getur allt gerst í körfubolta og aldrei á vísan að róa. Lið Keflavíkur er enn ósigrað eftir fimm umferðir en Grindavík hefur sigraði í einum leik og tapað fjórum.
Á sama tíma mætast lið Hamars og Njarðvíkur í Hveragerði og verður án efa um hörkuleik að ræða. Báðum liðum hefur vegnað vel en Hamar er sæti ofar með 10 stig í öðru sæti.