Nágrannaslagur í bikarnum
 Í dag var dregið í 8-liða úrslitum KKÍ og Doritos bæði í karla og kvennaflokki. Það verður sannkallaður Suðurnesjaslagur því Keflvíkingar drógust gegn bikarmeisturum Njarðvíkur. Leikurinn verður á heimavelli Keflvíkinga.Í kvennaflokki drógust eftirtalin lið saman;
Í dag var dregið í 8-liða úrslitum KKÍ og Doritos bæði í karla og kvennaflokki. Það verður sannkallaður Suðurnesjaslagur því Keflvíkingar drógust gegn bikarmeisturum Njarðvíkur. Leikurinn verður á heimavelli Keflvíkinga.Í kvennaflokki drógust eftirtalin lið saman;ÍR/Haukar - KR
KFÍ/Tindastóll - Grindavík
Keflavík B - Njarðvík/Keflavík
Laugdælir - ÍS
Í karlaflokki eigast við þessi lið:
Keflavík-Njarðvík
Snæfell-Tindastóll
Valur-ÍR
Hamar-Ármann Þróttur
Áætlað er að leikirnir fari fram 9. og 10. janúar





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				