Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nágrannarimma í kvöld: Keflavík vs Njarðvík
Mánudagur 22. nóvember 2010 kl. 13:14

Nágrannarimma í kvöld: Keflavík vs Njarðvík


Keflavík tekur á móti Njarðvík í Toyota-höllinni í kvöld í IEX-deild karla í körfuknattleik. Í dag kemur í ljós hvort Magnús Þór Gunnarsson verður löglegur með Njarðvík en hann kann að vera sá liðsstyrkur sem Njarðvíkingar þurfa á að halda eftir slakt gengi undanfarið og fjóra tapleiki í röð.

Keflvíkingar hafa verið að safna vopnum sínum eftir slaka byrjun í fyrstu umferðunum og eru í sjötta sæti deildarinnar með 8 stig. Njarðvíkingar eru í 11. og næstneðsta sæti með 4 stig og mæta í leik kvöldsins með það eitt að markmiði að breyta þeirri stöðu.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd - Mæta Njarðvíkingar með Magga Þór í kvöld?