Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nágrannarimma í kvöld
Miðvikudagur 3. febrúar 2010 kl. 10:44

Nágrannarimma í kvöld


Heil umferð verður leikin í kvöld í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik. Stærsti leikurin er án efa nágrannarimma á milli Keflavíkur og Grindavíkur en leikurinn fer fram á heimavelli Keflvíkinga og hefst kl. 19:15. Á sama tíma mætir Njarðvík liði Vals á Hlíðarenda.

Lið Grindavíkur og Keflavíkur leika bæði í A-riðli þar sem Grindavík er í öðru sæti með 22 stig. Keflavík er í þriðja sæti með 18 stig.

Njarðvík og Valur leika í B-riðli og verður lið Njarðvíkur að teljast sigurstranglega í kvöld miðað við stöðuna í riðlinum. Þar er Njarðvík í öðru sæti með 10 stig í Valur í neðsta sæti með 4 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024