Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 10. apríl 2002 kl. 15:17

Nágrannaeinvígið hefst á morgun

Á morgun, fimmtudag, kl. 20:00 hefst nágrannaeinvígið sem allir hafa beðið eftir, milli Keflavíkur og Njarðvíkur í úrslitum Epson-deildarinnar í körfuknattleik. Í dag kl. 14:00 var haldinn blaðamannafundur í Kjarna þar sem blaðamenn frá öllum helstu fjölmiðlum landsins mættu.Keflavík og Njarðvík hafa tvisvar áður mæst í úrslitum en það var 1991 þar sem Njarðvíkingar höfðu betur 3-2 og 1999 þegar Keflvíkingar sigruðu einnig eftir 5 leiki 3-2. Bæði lið hafa því unnið 5 leiki í úrslitum gegn hvor öðru.
Þrír leikmenn hafa spilað í báðum þessum einvígum og munu einnig spila í úrslitum núna. Það eru þeir Teitur Örlygsson hjá Njarðvík og Guðjón Skúlason og Falur Harðarson í Keflavík. Friðrik Ragnarsson lék einnig í hinum leikjunum en nú þjálfar hann lið Njarðvíkinga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024