Naglbítur í Njarðvík
Njarðvíkingar tóku grannaslaginn á heimavelli eftir sex ára bið
Njarðvíkingar lögðu nágranna sína á heimavelli í Dominno's deild karla í körfubolta eftir eyðimerkurgöngu frá árinu 2012. Keflvíkingar hafa farið á kostum í Ljónagryfjunni undanfarin ár og léku fantavel í kvöld. Njarðvíkingar hálfpartinn stálu leiknum í lokin eftir tvær risavaxnar þriggja stiga körfur frá Loga Gunnarssyni fyrirliða Njarðvíkur. Lokatölur 97-90. Njarðvíkingar komust fyrst yfir í leiknum, frá því að hafa komist yfir með fyrstu körfu leiksins, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en Keflvíkingar höfðu mest náð 12 stiga forskoti í leiknum.
Maciek Baginski var atkvæðamestur Njarðvíkinga með 23 stig 8 fráköst. Mike Craion var öflugur í Keflavíkurliðinu með 24 stig og 8 fráköst.
Tölfræðin úr leiknum