NÆSTUM ÞVÍ NÓG
Besti leikur Grindavíkurstúlkna í vetur nægði þeim ekki til að slá Stúdínur út úr bikarkeppni kvenna og eru þær því úr leik 48-51. Þær Svanhildur, Stefanía Jóns, Sólveig Gunnlaugs og Sandra Guðlaugs skoruðu 46 af 48 stigum liðsins en lið ÍS var jafnara og því halda þær áfram í bikarnum að þessu sinni.