Nær Keflavík toppsætinu
Uppgjör toppliðanna í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta fer fram í dag þegar Keflavík heimsækir Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst leikurinn kl. 19:15. Erlendu leikmenn liðanna hituðu upp fyrir stórleikinn í síðustu viku með því að fara á kostum með liðum sínum. TaKesha Watson skoraði 51 stig þegar Keflavík valtaði yfir Grindavík 103-71. Kiera Hardy hjá Haukum skoraði 50 stig þegar Haukar unnu Valsstúlkur 72-93 og ljóst að augu allra munu beinast að þessum tveimur stúlkum í dag.
Keflavík og Haukar eru bestu lið landsins í dag og hefur hvorugt liðið tap leik í Iceland Express-deild kvenna það sem af er tímabili. Haukar hafa þó leikið einum leik fleiri og sitja á toppi deildarinnar með 8 stig á meðan Keflavík er í öðru sæti með 6 stig. Með sigri kemst Keflavík í toppsæti deildarinnar.
Þessi lið hafa mæst tvisvar á tímabilinu og Keflavík unnið báða leikina sannfærandi. Þó verður að taka það fram að erlendi leikmaður Hauka lék aðeins fyrri hálfleik í úrslitum Powerade-bikarsins en hún meiddist fljótlega í seinni hálfleik og eftir það valtaði Keflavík yfir Hauka. Í leik um meistara meistaranna lék Hardy ekki með Haukum og Keflavík nýtti sér það með því að gjörsigra Hauka.
Stórleikurinn hefst kl. 19:15 í kvöld í Hafnarfirði og miðað við leiki þessa liða undanfarin ár verður þetta án efa stór skemmtilegur leikur þar sem verður barist til síðasta manns.
Vf-mynd - [email protected]: Frá viðureign þessa liða á síðasta tímabili - TaKesha Watson sækir aö körfu Hauka
Keflavík og Haukar eru bestu lið landsins í dag og hefur hvorugt liðið tap leik í Iceland Express-deild kvenna það sem af er tímabili. Haukar hafa þó leikið einum leik fleiri og sitja á toppi deildarinnar með 8 stig á meðan Keflavík er í öðru sæti með 6 stig. Með sigri kemst Keflavík í toppsæti deildarinnar.
Þessi lið hafa mæst tvisvar á tímabilinu og Keflavík unnið báða leikina sannfærandi. Þó verður að taka það fram að erlendi leikmaður Hauka lék aðeins fyrri hálfleik í úrslitum Powerade-bikarsins en hún meiddist fljótlega í seinni hálfleik og eftir það valtaði Keflavík yfir Hauka. Í leik um meistara meistaranna lék Hardy ekki með Haukum og Keflavík nýtti sér það með því að gjörsigra Hauka.
Stórleikurinn hefst kl. 19:15 í kvöld í Hafnarfirði og miðað við leiki þessa liða undanfarin ár verður þetta án efa stór skemmtilegur leikur þar sem verður barist til síðasta manns.
Vf-mynd - [email protected]: Frá viðureign þessa liða á síðasta tímabili - TaKesha Watson sækir aö körfu Hauka