Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Náði draumahögginu aðeins 15 ára
Logi glaðbeittur eftir draumahöggið á 16. Braut á Hólmsvelli í Leiru.
Föstudagur 25. ágúst 2017 kl. 06:00

Náði draumahögginu aðeins 15 ára

-Logi Sigurðsson fór holu í höggi í Leirunni. Í þriðja ættlið mikilla golffeðga úr GS

Logi Sigurðsson, 15 ára kylfingur í Golfklúbbi Suðurnesja gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Hólmsvelli í Leiru á innanfélagsmóti GS í vikunni. Draumahögginu náði peyinn á 16. brautinni sem er 126 metrar.

Kappinn var með 9-járn og sló gott högg. „Boltinn lenti nokkra metra frá pinna, aðeins hægra megin en það var smá sveigja í högginu og boltinn rúllaði til vinstri og endaði í holu. Þetta var geggjuð tilfinning og skemmtilegt að ná þessu í móti,“ sagði kylfurinn ungi sem byrjaði snemma að handleika kylfurnar en fór þó ekki að æfa íþróttina af alvöru fyrr en á þessu ári. Faðir hans er þekktur kylfingur, Sigurður Sigurðsson, Íslandsmeistari í höggleik 1988 og fyrrverandi landsliðsmaður.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er víst óhætt að segja að það sé nokkuð um golf í umhverfi stráksa því ekki aðeins náði pabbi hans flottum árangri heldur líka afi hans, Sigurður Albertsson, sem varð margfaldur Íslandsmeistari öldunga. Þeir þrír og Adam bróðir hans, hafa allir farið holu í höggi, afinn og Adam m.a. á sömu braut.

Logi lék sinn besta hring í mótinu og lauk leik á aðeins tveimur yfir pari á 18 holunum, 74 höggum. Hann lækkaði mikið í forgjöf og er nú kominn í 8,2. Nú þarf pabbi hans að fara að vara sig.