Nacho á leið í aðgerð og sennilega frá í þrjá mánuði
Nacho Heras, varnarmaðurinn sterki í liði Keflavíkur, meiddist snemma í síðasta leik og óttuðust menn að hann hefði slitið krossband. Nú er komið í ljós að liðþófi er rifinn og brjóskskemmdir í hnénu.
það er vefmiðillinn Fotbolti.net sem greinir frá þessu.
Þetta eru slæmar fréttir fyrir Keflvíkinga sem hafa átt erfitt uppdráttar í upphafi móts og Nacho verið einna besti maður þeirra.
acho þarf þó, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, að fara í aðra myndatöku þegar bólgur í hnénu hjaðna.
Nacho er því á leið í aðgerð en ekki er búið að dagsetja hana. Í kjölfarið er áætlað að Nacho verði frá í þrjá mánuði.