Ná Keflvíkingar átta sigrum í röð?
Áttunda umferð kvenna í Dominos-deildinni í körfubolta fer af stað í kvöld. Fjórir leikir eru í gangi og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Suðurnesjaliðin verða í eldlínunni en Njarðvíkingar eiga einir heimaleik að þessu sinni, gegn Hamarskonum. Forvitnilegt verður að sjá hvort Keflvíkingar haldi sigurgöngu sinni áfram með áttunda sigrinum í röð, en þær sækja Hauka heim.
Leikir dagsins í Dominos-deild deild kvenna, 19:15:
Haukar-Keflavík
Snæfell-Grindavík
KR-Valur
Njarðvík-Hamar