Myndum leikinn saman
Munum eftir #vikurfrettir á Instagram og Twitter
Það styttist óðum í stórleik kvöldsins í fótboltanum en þá mætast Keflavík og Víkingar á Nettóvelli. Víkurfréttir verða að sjálfsögðu á staðnum og mynda stemninguna, en okkur langar að biðja ykkur áhorfendur um að taka þátt með okkur. Með því að mynda fjörið í stúkunni á snjallsímana ykkar og merkja myndirnar með myllumerkinu #vikurfrettir þá birtast myndirnar á vefsíðu okkar vf.is. Einnig gætu góðar myndir birst í blaðinu okkar sem kemur út á morgun. Nú er bara að vera með símann á lofti og hjálpa okkur að fá stemninguna beint í æð.
Við munum svo einnig birta skemmtilegar Twitterfærslur að leik loknum svo það er um að gera að merkja #vikurfrettir þar líka.
#vikurfrettir