Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Myndir úr Ljónagryfjunni
Fimmtudagur 7. apríl 2016 kl. 21:45

Myndir úr Ljónagryfjunni

Það var magnþrungið andrúmsloft í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld þar sem heimamenn báru sigurorð af Íslands- og deildarmeisturum KR í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Þeir sem misstu af herlegheitunum geta fengið stemninguna beint í æð með því að skoða eftirfarandi ljósmyndir Víkurfrétta sem Eyþór Sæmundsson tók.

Myndasafn hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þjálfarar Njarðvíkinga eru augljóslega mjög samstíga. 

Logi Gunnarsson skoraði fimm þrista í leiknum. Þessi fór beint í bankann.

Það þarf nokkra KR-inga til þess að stoppa Hauk Helga. Hann er svo góður að það þarf að finna viðurnefni á hann hið snarasta.

Áhorfendur áttu stórleik í Ljónagryfjunni í kvöld.

Hjörtur var öflugur að vanda. Hann átti sinn þátt í því að Craion var í villuvandræðum.

Tveir bestu menn vallarins. Njarðvíkingar áttu fá svör við stórleik Darra Hilmars. Hann náði hins vegar ekki að skora úr síðasta skoti leiksins. 

Þessi ungi Njarðvíkingur hafði ekki heppnina með sér í Domino's skotinu. 

Brynjar reynir að hafa áhrif á Hauk fyrir mikilvæg vítaskot þess síðarnefnda. Þar hafði hann ekki erindi sem erfiði, enda sökkti Haukur öllum stóru skotum leiksins niður.

Þetta er stærsta skot tímabilsins til þessa hjá grænum. 

Njarðvíkingar voru líka sáttir. Sjáiði formanninn Gunnar Örlygs í ham.

Trylltur fögnuður í leikslok.