Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Myndir: Frábær ferð NES til Malmö
Miðvikudagur 24. febrúar 2016 kl. 11:03

Myndir: Frábær ferð NES til Malmö

Glæsilegur árangur í öllum greinum

Það hress og glaðvær hópur frá NES sem hélt til Malmö í Svíþjóð á dögunum til þess að keppa á Malmö Open mótinu. Þar kepptu NES-arar í sundi, boccia og lyftingum. Glæsilegur árangur náðist og vann Suðurnesjafólk til verðlauna í sundi. Einnig vann okkar fólk til gull -og silfurverðlaun í frjálsum, en var þetta í fyrsta sinn sem NES sendi keppendur í mótið í þeim greinum. Aldrei hefur boccia-liðið náð eins langt og því má segja að NES-arar hafi gert virkilega vel á mótinu.

Mikil stemming var hjá hópnum sem taldi 40 keppendur og aðra 20 fylgdarmenn til viðbótar. Mótið í Malmö er afar vinsælt meðal keppenda en það er haldið annað hvert ár. NES-arar voru hæstánægðir með aðstöðuna og skemmtu sér konunglega í Svíaríki eins og sjá má á þessum skemmtilegu myndum hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024