Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Myndi sleppa að stilla vekjaraklukkuna
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 12. janúar 2022 kl. 13:02

Myndi sleppa að stilla vekjaraklukkuna

Nafn: Hekla Eik Nökkvadóttir
Aldur: 17 ára
Treyja númer: 15
Staða á vellinum: Oftast bakvörður
Mottó: Á ekkert sérstakt mottó


Hekla Eik Nökkvadóttir er ein af efnilegri körfuknattleikskonum Suðurnesja en á síðasta ári varð hún deildarmeistari með Grindavík í 1. deild eftir magnað einvígi við Njarðvík, þá varð hún einnig Íslandsmeistari með stúlknaflokki þegar Grindavík vann Keflavík í úrslitaleik. Hekla Eik, sem var útnefnd íþróttakona Grindavíkur 2021 á dögunum, svaraði nokkrum lauf-léttum spurningum Víkurfrétta.


Hefurðu fasta rútínu á leikdegi?
Nei, myndi ekki segja það.

Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta?
Mig minnir að ég hafi verið í fyrsta bekk. Ætli ég hafi ekki valið körfubolta af því að stór partur af fjölskyldunni minni var annað hvort í körfubolta eða hafði áður verið það.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver er besti körfuboltamaður allra tíma?
Kobe Bryant.

Hver er þín helsta fyrirmynd?
Í sambandi við körfubolta ætli að það sé ekki Jón Axel frændi minn – en annars væri það líklega bara mamma og pabbi.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum?
Að lenda 2:0 undir í úrslitaseríunni á móti Njarðvík og ná síðan að koma til baka og komast upp í úrvalsdeild.

Grindavíkurliðið stillir sér upp eftir að hafa tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni eftir góðan sigur á Njarðvík í fyrra.

Hver er besti samherjinn?
Allar mjög góðar en af íslensku leikmönnunum væru það líklega Hulda Björk eða Natalia.

Hver er erfiðasti andstæðingurinn?
Það er erfitt að segja. Margir mjög erfiðir andstæðingar í deildinni.

Hver eru markmið þín á þessu tímabili?
Að ná að vinna sem flesta leiki og verða betri.

Hvert stefnir þú sem íþróttamaður?
Held það væri skemmtilegt að fara út í skóla eða spila sem atvinnumaður erlendis.

Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér?
Ég myndi hafa með mér Helenu Sverris, Emmu Sóldísi, Elísabethu Ýr og Dagnýju Lísu.

Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann?
Ekkert sérstakt sem kemur upp í hugann.

Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann?
Körfubolti er svona aðaláhugamálið en annars er það bara að vera með vinum mínum og fjölskyldunni.

Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu?
Versla mér föt eða sleppi því að stilla vekjaraklukku.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Pasta.

Ertu öflug í eldhúsinu?
Ég myndi allavega ekki segja að ég væri léleg, þannig svona allt í lagi.

Býrðu yfir leyndum hæfileika?
Ég get lesið mjög hratt.

Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér?
Það fer mjög mikið í taugarnar á mér þegar fólk talar hægt.

Tengdar fréttir