Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Myndband: Við suðupunkt í Toyotahöllinni
Valur Orri Valsson var í eldlínunni í gær. VF-Mynd/Páll Orri
Mánudagur 25. mars 2013 kl. 16:08

Myndband: Við suðupunkt í Toyotahöllinni

Eins og áður hefur verið greint frá þá var mikill hiti í leik Keflavíkur og Stjörnunnar í gær. Keflavík hafði betur í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni Domino’s deildarinnar.

Jovan Zdravevski var rekinn úr húsi fyrir að stjaka við Magnúsi Þór Gunnarssyni. Valur Orri Valsson og Fannar Helgason tóku sína rimmu sem endaði með því að Valur Orri féll með tilþrifum í jörðina. Í næstu sókn greip Billy Baptist nánast Justin Shouse í fangið. Menn voru mjög heitir á þessum tímapunkti og litlu munaði að það syði hreinlega upp úr í Toyotahöllinni.

Hér að neðan má sjá myndbrot frá Leikbrot.is þar sem sjá má umrætt atvik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024