Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Myndband: Reiðasti maður Grindavíkur 2.0
Hanni í Teig var ekki sáttur með dómgæsluna í gær.
Þriðjudagur 2. apríl 2013 kl. 17:47

Myndband: Reiðasti maður Grindavíkur 2.0

- Dómgæslan í Röstinni í gær var ekki að skapi Grindvíkinga

Grindavík á ástríðufulla stuðningsmenn í körfuboltanum sem láta sér annt varða um gengi síns liðs á vellinum. Það kemur fyrir að dómarar taka ákvarðanir sem eru ekki endilega stuðningsmönnum Grindavíkur til mikillar ánægju. Undir slíkum kringumstæðum þá eru Grindvíkingar ekki hræddir við að lýsa skoðun sinni á dómgæslunni – umbúðalaust.

Á síðasta ári vakti Benóný Harðarson mikla athygli er hann reiddist mjög dómgæslan í leik Grindavíkur og Stjörnunnar. Svo virðist sem að arftaki hans sé kominn á kreik í Röstinni því einn dyggasti stuðningsmaður Grindavíkur, Jóhann Ingi Ármannsson, vatt sér af þriðja bekk í stúkunni til að tjá dómara leiksins sitt mat á dómgæslunni í leik gegn KR í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er vefsíðan Leikbrot.is sem á heiðurinn af þessum skemmtilegum myndböndum sem fylgja með hér að neðan. Frábært framtak hjá þessari góðu vefsíðu sem hiklaust er hægt að mæla með.