Myndband: Magnað aukaspyrnumark Anitu
Keflavíkurkonur töpuðu sínum fyrstu stigum í Lengjubikarnum í fótbolta í ár er þær biðu lægri hlut gegn Fjölni á útivelli. Fjölnisstúlkur byrjuðu með miklum látum og voru komnar í 2-0 eftir stundarfjórðung. Anita Lind Daníelsdóttir minnkaði muninn fyrir Keflavík rétt fyrir hálfleik með þrumufleyg úr aukaspyrnu sem sjá má hér að neðan. Í seinni hálfleik var hart barist en hvorugu liðinu tókst að setja mark og lokatölur því 2-1 fyrir Fjölni.