Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Myndband: Glæsimörk hjá Grindvíkingum gegn Þrótti
Jósef Kristinn Jósefsson lék vel á Valbjarnavelli á fimmtudag.
Laugardagur 15. júní 2013 kl. 14:15

Myndband: Glæsimörk hjá Grindvíkingum gegn Þrótti

Grindvíkingar eru í miklu stuði í 1. deild karla í knattspyrnu. Liðið hefur unnið fimm síðustu..

Grindvíkingar eru í miklu stuði í 1. deild karla í knattspyrnu. Liðið hefur unnið fimm síðustu leiki sína í deildinni og eru Grindvíkingar efstir með 15 stig úr sex leikjum. Liðið stefnir því hraðbyr aftur upp í deild þeirra bestu.

Það er óhætt að segja að liðið hafi skorað glæsileg mörk á Valbjarnavelli á fimmtudag. Fyrst skoraði Jósef Kristinn Jósefsson sérlega laglegt mark á 21. mínútu með hægri fæti. Juraj Grizelj skoraði ekki síðra mark skömmu síðar. Guðfinnur Þórir Ómarsson gulltryggði svo sigurinn undir lok leiks eftir flottan undirbúning frá Jósef Kristni. Mörkin má sjá ú myndbandinu hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024