Myndband: Glæsilegt mark Arnórs
Arnór Ingvi Traustason skoraði sitt annað mark í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, þegar lið hans Norrköping gerði 1-1 jafntefli gegn Gautaborg. Markið var einkar laglegt en það má sjá hér að neðan í myndbandinu sem fylgir.
Meistarar Norrköping eru í efsta sæti deildarinnar eftir tíu umferðir.