Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Myndband: Auðveldur sigur hjá Arnóri og félögum í Vín
Fimmtudagur 4. ágúst 2016 kl. 23:35

Myndband: Auðveldur sigur hjá Arnóri og félögum í Vín

Arnór Ingvi Traustason og félagar í Rapid Vín unnu í kvöld öruggan 3-0 sigur á liði Torpedo Zhodino í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Arnór átti stóran þátt í fyrsta marki Vínarliðsins þegar hann náði þá að vinna boltann af harðfylgi við endalínuna og koma til samherja.

Arnór er óðum að koma sér í gott leikform og hefur byrjað inná í síðustu leikjum. Hann átti góðan leik í kvöld og sá um flest föst leikatriði liðsins. Honum var skipt af velli þegar um 20 mínútur voru til leiksloka. Hér að neðan má sjá mörkin í leiknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024