Myndband – Shouse floppaði í Floppavík
Það er gríðarleg eftirvænting eftir leik Stjörnunnar og Keflavíkur sem fram fer annað kvöld í Garðabæ. Þar fer fram úrslitaleikur um hvort liðið fer í undanúrslit í úrslitakeppni Domino’s deildar karla.
Mikill hiti var í leik liðanna síðastliðið sunnudagskvöld, raun svo mikill að menn hafa rifist opinberlega í fjölmiðlum í kjölfarið. Justin Shouse tók sig til og endurskírði Keflavík í „Floppavík“ í viðtali við Leikbrot.is. Þar gagnrýndi hann leikmenn Keflavíkur að „floppa“ eða láta sig falla fyrir litlar sakir.
Á meðfylgjandi myndbandi virðist þó Shouse sjálfur vera meðal þeirra sem „floppaði“ í leiknum. Magnús Þór Gunnarsson gefur í það minnsta til kynna að um flopp sé að ræða. Dæmi hver fyrir sig.