Myndaveisla úr Ljónagryfjunni
Þegar Njarðvíkingar sigruðu Grindvíkinga
Njarðvíkingar lögðu Grindvíkinga í síðasta leik ársins í karlaboltanum. Hér að neðan má sjá leikinn í máli og myndum. Eyþór Sæmundsson ljósmyndari fangaði stemninguna í Ljónagryfjunni í kvöld.
Logi Gunnarsson í kunnuglegu umhverfi.
Jón Arnór Sverrisson hefur fengið nokkur tækifæri í vetur. Foreldrar hans þau Auður og Sverrir gerðu það gott í boltanum hér áður fyrr.
Bræðurnir Jón Axel og Ingvi Þór eru skæðar skyttur.
Vinirnir Daníel og Jóhann Árni mættu á sinn gamla heimavöll.
Hjörtur hendir í netta grettu.
Lalli er auðvitað meistarinn í grettunum. Lifir sig inn í leikinn.
Bræðurnir Gunnlaugur og Hilmar Hafsteinssynir fengu að sprikla undir lokin.
Maciek hefur verið öflugur hjá Njarðvík að undanförnu.
Njarðvíkingurinn Hermann Ingi Harðarson sem er 17 ára þreytti frumraun sína í efstu deild ásamt öðrum leikmönnum.
Það er stíll á Stefan Bonneau sem ferðast um á svokölluðu Hoverboard. Betra að passa upp á hásinina sködduðu.