Myndasyrpa: Keflavíkurstúlkur unnu Stjörnuna á heimavelli
Keflavíkurstúlkur unnu sigur á Stjörnunni í gær á heimavellli, 3-1 í elleftu umferð Landsbankadeildarinnar. Lilja Íris Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Una Harkin eitt fyrir Keflavík en Harpa Þorsteinsdóttir gerði mark Stjörnunnar. Með sigrinum styrktu þær stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar en þær eru nú með 18 stig.
Breiðablik er fast á hæla þeirra með 16 stig, en efstu liðin tvö eru nokkuð á undan, KR með 25 stig og Blikastúlkur eru efstar með 28 stig. Stjarnan er nú í 5. sæti með 12 stig.
Ljósmyndari Víkurfrétta var á leiknum og myndir af honum má finna í myndasafninu.
Mynd: Keflavíkurstúlkur fagna öðru marki sínu. Vf-mynd: Magnús Sveinn.
Breiðablik er fast á hæla þeirra með 16 stig, en efstu liðin tvö eru nokkuð á undan, KR með 25 stig og Blikastúlkur eru efstar með 28 stig. Stjarnan er nú í 5. sæti með 12 stig.
Ljósmyndari Víkurfrétta var á leiknum og myndir af honum má finna í myndasafninu.
Mynd: Keflavíkurstúlkur fagna öðru marki sínu. Vf-mynd: Magnús Sveinn.